Flott pláss
fyrir fjarvinnu

Sveitarfélagið Hornafjörður er öflugt og vaxandi samfélag umvafið stórkostlegri náttúru við rætur Vatnajökuls. Við bjóðum frumkvöðlum, fjölskyldufólki og öllum þeim sem eiga kost á því að vera í fjarvinnu að kynna sér kosti þess að búa hér.

Fjarvinna

Undanfarin ár hefur færst í aukana að fólk stundi fjarvinnu enda býður tæknin í dag upp á fjölmarga möguleika til þess. Með fjarvinnu gefst einstaklingum og fyrirtækjum kostur á að spara bæði tíma og fjármagn við að sækja vinnu og fundi, auk þess sem fjarvinna býður upp á fjölskylduvænni búsetukosti fyrir þá sem það kjósa. Rannsóknir hafa sýnt að með því að veita starfsmönnum frelsi til að velja sér vinnustað og sveigjanlegan vinnutíma, eykst starfsánægja og minni líkur eru á streitu. Sveitarfélagið Hornafjörður býður upp á góða skrifstofuaðstöðu fyrir aðila sem kjósa að starfa án staðsetningar, enda er Höfn tilvalinn staður til að búa á og stunda fjarvinnu frá.

Nýsköpun

Á Höfn er starfrækt þekkingarsetur sem ber nafnið Nýheimar. Setrið er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Þekkingarsetrið leggur áherslu á að móta verkefni sem styðja við uppbyggingu samfélagsins og auka möguleika og lífsgæði svæðisins.
Hjá Nýheimum er haldið úti spennandi starfi fyrir nýsköpun og rannsóknum, hvort sem er fyrir frumkvöðla, háskólanemendur eða rannsakendur. Hafir þú áhuga á að starfa í slíku nærandi umhverfi getur þú sent fyrirspurn neðst á síðunni.

Samfélagið

Höfn í Hornafirði er eini þéttbýliskjarninn í ríki Vatnajökuls, en svæðið nær frá Lómagnúpi í vestri að Hvalnesskriðum í austri. Sveitarfélagið Hornafjörður er öflugt og vaxandi samfélag þar sem búa um 2500 manns. Þar er alla helstu þjónustu að finna hótel, veitingastaði, söfn, tjaldsvæði, verslanir, bensínstöðvar, pósthús, apótek o.fl. Svæðið er umvafið stórkostlegri náttúru við rætur Vatnajökuls. Vel er hlúð að skólastarfi, íþróttum og mikil áhersla hefur verið lögð á nýsköpun, rannsóknir og þekkingu á svæðinu undanfarin ár. Einnig hefur ferðamannastraumurinn legið í Sveitarfélagið Hornafjörð undanfarin ár sem hefur jafnt auðgað mannlífið og skapað ótal tækifæri fyrir byggðarlagið.

Senda fyrirspurn

Viltu vita meira um Sveitarfélagið Hornafjörð?
Sendu okkur fyrirspurn hér að neðan og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

    Sveitarfélagið Hornafjörður
    Hafnarbraut 27
    780 Höfn